Ummæli
-

Við fengum Serious Play Iceland til liðs við okkur að móta sameiginlega sýn og staðsetja hvert og eitt okkar í vistkerfi teymisins. Niðurstaðan var framar vonum og væntingum okkar flestra sem tóku þátt, ætla ég að leyfa mér að fullyrða. Þetta er virkilega skilvirk leið til að skapa sameiginlega sýn og einfalda skilning á flóknum viðfangsefnum þar sem mörg sjónarmið ríkja. Aðferðin er mjög opin og aðlögunarhæf og hægt að nota til að svara þeim spurningum sem brenna á teyminu hverju sinni, í hóp og tryggir mjög vel þátttöku allra og sameiginlegan skilning í lokin. Við nutum góðs af og munum byggja á þessari dýrmætu reynslu og samveru lengi enn. Ég get gefið þessu mín bestu meðmæli.
— Hildigunnur Jónsdóttir, forstöðukona verkefnastofu endurbóta hjá Landsvirkjun
-

Það var hressandi að prófa eitthvað nýtt og skapandi – kærkomin tilbreyting frá klassísku gulu miðunum! Þær héldu mjög vel utan um hópinn, sköpuðu öruggt og jákvætt rými þar sem allar raddir fengu að heyrast og hópurinn fékk tækifæri til að finna sameiginlegan grunn til að byggja frekari vinnu á.
— Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri, Iðan fræðslusetur.
-

Ég hafði aldrei kynnst samstarfsfélögunum á þessum nótum og fannst athyglisvert að sjá hvað við höfðum ólíka nálgun á sömu verkefni. Það hjálpaði mér að skilja afstöðu hinna og hlutverk hvers og eins. Þetta var skemmtilegt uppbrot á hversdagsleikanum að hleypa sköpunargleðinni að, einkum á vinnustað þar sem við störfum innan strangs ramma laga og reglna. Það var gaman að leika okkur án þess að um keppni væri að ræða. Aðferðin skýrir aðalatriðin og hjálpar til að eiga fókuseraðar samræður og sammælast um þau. LEGO gefur tækifæri til að hugsa myndrænt og með því að láta ólíka kubba tákna ákveðna hluti er hægt að kjarna viðfangsefnið.
Svanhvít M. Aðalsteinsdóttir, forstöðumaður Heimsmarkmiðasjóðs, Utanríkisráðuneytið